Nokia Image Viewer SU 5 - ÖRYGGISATRIÐI

background image

ÖRYGGISATRIÐI

Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Brot á reglum kann að vera hættulegt og getur varðað
við lög. Nánari upplýsingar er að finna í handbókinni.

VIÐURKENND ÞJÓNUSTA

Aðeins viðurkennt starfsfólk má gera við Nokia Myndskoðarann.

TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI

Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók með því vandlega,
einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.

VATNSHELDNI

Nokia Myndskoðari er ekki vatnsheldur. Halda skal tækinu þurru.

MIKILVÆGT:

Ekki má beina innrauðum geisla að augum eða láta hann trufla önnur innrauð tæki.
Fjarstýringin er leysitæki í flokki 1 (Class 1 Laser Product).

HLEÐSLUTÆKI OG RAFHLÖÐUR

Athuga skal gerðarnúmer hleðslutækja áður en þau eru notuð með þessu tæki. Nokia
Myndskoðari er hannaður til notkunar með eftirtöldum hleðslutækjum: ACP-8, ACP-9 og
ACP-12 og með stöðluðum AAA-rafhlöðum.

Viðvörun! Aðeins skal nota rafhlöður og hleðslutæki sem framleiðandinn hefur
samþykkt til nota með þessum tiltekna aukahlut. Ef notaðar eru aðrar gerðir fellur
niður öll ábyrgð og samþykki sem fylgir aukahlutnum, og slíkri notkun getur fylgt
hætta.

background image

5

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

MIKILVÆGT:

Aðeins má nota hleðslutæki þar sem þurrt er. Aldrei skal tengja straum við tækið
þegar tækið eða hleðslutækið eða hlutar þeirra eru rakir eða blautir.

Aldrei skal nota skemmt hleðslutæki eða rafhlöðu.

Gæta skal þess að valda ekki skammhlaupi í rafhlöðunni.

Ekki má fleygja rafhlöðum í eld!

Farga skal rafhlöðum í samræmi við staðbundnar reglugerðir (t.d. um
endurvinnslu). Ekki má fleygja þeim með heimilisúrgangi.