
■ Minni Nokia Myndskoðara og myndsnið
Nokia Myndskoðari styður myndir með sniðunum JPEG og GIF sem eru að hámarki
1600 * 1200 dílar. Nokia Myndskoðari lagar myndirnar til þannig að þær passi á
sjónvarpsskjáinn.
Nokia Myndskoðari getur birt myndir sem geymdar eru á MMC-korti eða í
tengdum síma. Þegar minni símans er valið sækir Nokia Myndskoðari myndirnar
úr möppu í símanum sem kallast SU-5 en, ef engin slík mappa finnst, úr sjálfgefnu
myndamöppunni í símanum. Það fer eftir gerð símans og tungumálinu sem valið
er í símanum hvernig þessi sjálfgefna mappa birtist í honum. Nákvæmar
upplýsingar um nafn og staðsetningu sjálfgefnu myndamöppunnar eru í
notandahandbók símans. Þegar MMC-minni er valið flytur Nokia Myndskoðari
myndirnar úr rótarmöppunni, úr möppunni “Images” og möppunni “DCF” á MMC-
kortinu. Þegar myndir úr síma eru geymdar á MMC-korti í Nokia Myndskoðara eru
myndirnar geymdar í möppunni “Images” eða, ef engin slík mappa finnst, í
rótarmöppunni. Þó að Nokia Myndskoðari breyti stærð mynda fyrir birtingu eru
þær vistaðar í upprunalegri mynd á MMC-kortinu.

Copyright
©
2004 Nokia. All rights reserved.
16
Þegar skoða á myndir í síma flytur Nokia Myndskoðari myndirnar úr símanum og
geymir þær í innra biðminni sínu. Ef biðminnið rúmar ekki allar myndirnar
endurnýjar Nokia Myndskoðari sjálfkrafa myndirnar í biðminninu. Það þýðir að
hægt er að birta allar myndirnar í símanum, þó að ekki sé hægt að geyma þær allar
í biðminninu um leið. Ef síminn er tekinn úr sambandi er hægt að halda áfram að
skoða myndirnar í biðminninu þar til sími er tengdur við tækið eða slökkt er á
Nokia Myndskoðara. Öllum myndum í biðminni er fleygt þegar slökkt er á
myndskoðaranum eða sími er tengdur við hann.