
Inngangur
Með Nokia Myndskoðara SU-5 er hægt að skoða stakar myndir eða myndaraðir á
sjónvarpsskjá eða með samhæfum myndvarpa. Nokia Myndskoðari getur birt
myndir sem vistaðar eru í samhæfum síma eða á MMC-minniskorti.
Lesa skal þessa notendahandbók vandlega áður en Nokia Myndskoðari er notaður.
Nánari upplýsingar um aðgerðir símans eru í notandahandbókinni með símanum.
Mikilvægar upplýsingar um viðhald og öryggi eru í notendahandbókinni með
símanum. Einnig skal fara yfir leiðbeiningar í notandahandbókinni með
sjónvarpinu um hvernig tengja skuli önnur tæki við sjónvarpið.