
Umhirða og viðhald
Fara skal gætilega með Nokia Myndskoðara. Eftirfarandi leiðbeiningar hjálpa til við að njóta
vörunnar í mörg ár.
•
Alla aukahluti skal geyma þar sem börn ná ekki til.
•
Aðeins skal nota Nokia Myndskoðara innandyra.
•
Nokia Myndskoðara má ekki henda, ekki má banka í hann eða hrista hann. Óvarleg
meðferð getur skemmt innri rafrásaspjöld.
•
Ekki má nota sterk efni, leysiefni til hreingerninga eða sterk hreinsiefni til þess að þrífa
Nokia Myndskoðara.
Ef Nokia Myndskoðari vinnur ekki rétt skal leita til næsta viðurkennda þjónustuaðila.